top of page
flott mynd.jpeg

Sprengisandur
Rafhjólaferð með mat og trússi

Fjallafjör býður upp á rafmagnaða fimm daga ferð um Sprengisand dagana 13. - 17. ágúst 2025.  Fararstjórn, tjaldgisting, matur, trúss, rafhleðsla fyrir hjól og flutningur hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur innifalið.

Sprengisandur er í senn mögnuð, falleg og dulúðleg leið yfir hálendi Íslands. Á leiðinni mætist auðn og iðagrænn Eyjafjörðurinn, jöklar, vötn, lón, fjöll, þjóðsögur og ævintýri.

Staðfestingargjald eru 40.000 krónur á mann.

Lágmarksfjöldi: 8

​Hámarksfjöldi: 12

Verð: 199.900 krónur.

Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!

Dagskrá ferðarinnar

Undirbúningsfundur - 5. ágúst

dagur 1 - 13. ágúst

Tekið er á móti trússi og hjólum í Hádegismóum milli klukkan 7:30 og 8:00.

Ferðin hefst við Hálendismiðstöðina að Hrauneyjum og eru þátttakendur eru hvattir til þess að sameinast í bíla. Brottför frá Hrauneyjum er klukkan 11:00. 

Hjólað frá Hrauneyjum í Versali, gist er í tjöldum (ath með skálann).

Áætluð vegalengd: 53 km.

Áætluð hækkun: 580m

Áætluð lækkun: 380m

 

Matseðill:

Kvöldverður: Grillaðir hamborgarar með grænmeti og kartöflustrám

Kvöldsnarl: af ýmsum toga

Dagur 2 - 14. ágúst

Lagt af stað 10:00 eftir morgunverð og frágang. Hjólað er frá Versölum í Nýjadal þar sem gist verður.

Áætluð vegalengd: 56 km.

Áætluð hækkun: 620m.

Áætluð lækkun: 440m.

Matseðill

Morgunverður: kaffi, hafragrautur, rúsínur, kanill, bananar

Hádegisverður: Samloka með salati, flatkaka með osti, skyrskvísa
Kvöldverður: Kjötsúpa og snittubrauð með smjöri

Kvöldsnarl: Súkkulaðiterta með þeyttum rjóma

Dagur 3 - 15. ágúst

Lagt af stað 10:00 eftir morgunverð og frágang. Hjólað er frá Nýjadal í Laugafell.

Áætluð vegalengd: 49km.

Áætluð hækkun: 250m.

Áætluð lækkun: 310m.

Matseðill

Morgunverður: kaffi, hafragrautur, rúsínur, kanill, bananar

Hádegisverður: Samloka með kjúklingaáleggi og grænmeti, flatkaka með hangikjöti, kanilsnúður

Kvöldverður: Grillaður lax með sítrónupipar, bökuð kartafla, smjör, maísbaunir og hvítlaukssósa

Kvöldsnarl: af ýmsum toga
 

Dagur 4 - 16. ágúst

Lagt af stað klukkan 9:30 eftir morgunverð og frágang. Hjólað er úr Laugafelli í Hrafnagil.

Áætluð vegalengd: 73 km.

Áætluð hækkun: 450m.

Áætluð lækkun: 1.180m.

Áleiðinni verður klukkutíma stopp þar sem hægt er að bæta hleðslu á hjólin.

Matseðill

​Morgunverður: kaffi, hafragrautur, rúsínur, kanill, kex

Hádegisverður: samloka með skinku, osti, sósu og grænmeti, flatkaka með osti, kanilsnúður, chiaskvísa, skyrskvísa, kanilsnúður og hleðsla

Kvöldverður: Grillaðir kjúklingaborgarar með osti, grænmeti og yuzu mayo og kartöflustrá

Kvöldsnarl: af ýmsum toga

Dagur 5 - 17. ágúst

Lagt af stað klukkan 10:00 eftir morgunverð og frágang. Hjólað er úr Hrafnagili að Hofi á Akureyri þar sem ferðinni lýkur.

Áætluð vegalengd: 13 km.

Áætluð hækkun/lækkun: óveruleg

Matseðill

​Morgunverður: Kaffi, brauð, salat, ávextir, ber og fleira á hlaðborði.

Frávik

Í langri helgarferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar.  Því ber að líta á tímasetningar sem viðmið.  

Gisting

Gist er í tjöldum en þátttakendur sem ekki eiga tjald geta fengið tjaldleigu innifalda á meðan birgðir endast. Þátttakendum er frjálst að leigja gistiaðstöðu í skálum á leiðinni kjósi þeir svo.

​Þátttakendur búa sjálfir um hádegisverð og því er nokkur sveigjanleiki t.d. varðandi álegg.

Fararstjóri ferðarinnar

Undirbúningsfundur

Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.

Facebookhópur

Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.

afslættir

Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.

Við fyrir þig

Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur.  Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!

bottom of page