SKYGGNIR
Fjallafjör býður upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá fyrir Skyggnishópinn árið 2024. Dagskráin hefst í lok janúar og lýkur með jólaævintýri í desember en auk þess er helgarferð í Hólaskjól í september innifalin í þátttökugjaldinu! Erfiðleikastig ferða er af gráðun 1-2. Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs. Hafið samband í gegnum netfangið fjallafjor@fjallafjor.is til að skipta greiðslum.Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.Nú er hægt að bóka haustönnina staka -Verð: 54.900
Dagskrá Skyggnis 2024
Næstu ferðir Skyggnishópsins
Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og ætti að heilla bæði byrjendur og lengra komna. Athugið að þó gráðun ferðanna sé 1-2 er erfiðleikastig ferðanna mjög vítt og finna má dagsferðir frá 10 kílómetrum upp í 20 kílómetra og kvöldferðir með þónokkurri hækkun. Því má segja að hópurinn henti þeim sem geta hreyft sig með góðu móti og tekist á við fjölbreyttar gönguleiðir á fjöllum. Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Skyggnishópinn hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.Skráðu þig á póstlista Fjallafjörs til að fá tölvupóst þegar skráningin opnar.
Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.
Verð: 79.900
Hvað er innifalið?
-Fararstjórn í 20 ferðum
-Helgarferð með tjaldgistingu, morgunverði og grillveislu á laugardegi