

RAFHJÓLAFJÖR
Fjallafjör býður upp á spennandi rafhjólahóp 2025 með kvöldferðum, dagsferðum og helgarferð.
Viðraðu magnaða fákinn og komdu með í skemmtilegar hjólaferðir með Fjallafjöri. Hér er áherslan á að njóta samverunnar í náttúrunni og þess skemmtilega ferðamáta sem rafhjólin bjóða uppá. Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs. Hafið samband á netfangið fjallafjor@fjallafjor.is til að skipta greiðslum. Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.
Óbreytt verð á milli ára: 94.900
DAGSKRÁ RAFHJÓLAFJÖRS
Dagskráin er fjölbreytt og spennandi. Hún samanstendur af 20 ferðum auk undirbúningsfundar - 8 dagsferðum, 11 kvöldferðum, og spennandi helgarferð (sjá neðar). Engar æfingar eru í dagskránni heldur eingöngu ferðir þar sem við njótum samveru, náttúru og góðra nestistíma. Þátttakendur þurfa að geta flutt hjól sín á milli staða en ávallt er ferðast á einkabílum.
Fjallafjör hvetur þátttakendur eindregið til þess að nota hjálma.
Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar sem og erfiðleikastig þeirra en heilt yfir má segja að hópurinn henti flestum sem á annað borð geta notið ferðalaga á rafhjólum og geta hjólað eftir slóðum. Ferðirnar eru allajafna á bilinu 20-60 kílómetrar. Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Rafhjólafjör hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna. Eins getur dagskráin breyst með hliðsjón af verndun náttúrunnar, s.s. ef mikil aurbleyta er og hætta er á að hjólandi umferð valdi varanlegum skaða.
Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.
HELGARFERÐ Í BÁSA
Það verður sannkallað Rafhjólafjör helgina 7.-8. júní 2025 þegar við leggjum land undir fót og höldum á vit ævintýranna. Lagt verður af stað frá Hádegismóum klukkan 10:00 og ekið að Stóru-Mörk með einu stoppi á leiðinni þar sem trússi verður komið fyrir í trússbíl.
Hjólað verður inn Þórsmerkurveg í Bása þar sem gist verður um nóttina. Þvera þarf talsvert af ám og hjálpast hópurinn að við að koma hjólunum í örugga höfn. Þegar komið er í Bása verður slegið upp tjaldbúð, kveikt upp í grillum og hitað upp fyrir kvöldvöku!
Á sunnudegi er boðið upp á stutta en skemmtilega göngu í Fjósafuð áður en haldið er af stað heim á leið til baka um Þórsmerkurveg. Ef aðstæður leyfa verður farið í Merkurker.
Innifalið:
-Fararstjórn
-Tjaldsvæði
-Trúss
Hægt er að kaupa ferðina staka fyrir 39.900 krónur.

HVERNIG HJÓL?
Flest rafhjól ráða vel við ferðirnar okkar en gott er að hafa eftirfarandi viðmið til hliðsjónar:
-Tog mótors yfir 60 nm
-Breidd dekkja yfir 40mm (1,6")
-Raundrægni rafhlöðu 50km
-Framdempari
Sendu okkur línu ef þú ert í vafa með þitt hjól og við aðstoðum eftir bestu getu!
Undirbúningsfundur
Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.
Facebookhópur
Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.
Afslættir
Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.
Hvaða hóp á ég að velja?
Hvernig get ég borgað fyrir ferðirnar?
Hvernig eru ferðirnar gráðaðar?