Augað 20. júlí - FJÖLSKYLDUFERÐ
Fjallafjör býður upp á skemmtilega FJÖLSKYLDUFERÐ að uppsprettu Rauðufossakvíslar - Auganu - sunnudaginn 20. júlí 2025.
Lagt er af stað á einkabílum frá Landvegamótum klukkan 10:00. Vegurinn er grófur á köflum en ekkert vað er á leiðinni.
Aldursviðmið barna eru 8-15 ára og þurfa öll börn að vera í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum. Hver kjarnafjölskylda greiðir ekki fyrir fleiri en 5. Allir þátttakendur fá Fjallafjörsbuff að gjöf í upphafi ferðar.
Við hefjum ferðina á smá upphitun í leik og kynnumst hvoru öðru áður en við leggjum af stað. Fyrsti áfangastaður okkar er í litlu gili með læk og svo höldum við áfram að Rauðfossum. Þar er gott nasl- og myndastopp og svo höldum við upp nokkuð duglega brekku og stoppum reglulega til þess að njóta útsýnisins og skoða gríðarstóran gíg. Þegar upp er komið hefst þægileg ganga að uppsprettu kvíslarinnar þar sem við tökum langt og gott nesti, tökum fullt af myndum og njótum náttúrunnar. Á bakaleið bregðum við á leik áður en við höldum aftur að fossinum og síðan að upphafsstað ferðarinnar.
Áætluð vegalengd eru 10 km.
Áætluð hækkun eru um 3-400 m.
Áætlaður göngutími eru 5-6 klst.
Verð: 11.900
50% afsláttur fyrir börn 17 ára og yngri: 5.950
Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs/Hugsjónar ehf.