top of page

Haustdagskrárnar að hefjast

Writer: Guðmundur SverrissonGuðmundur Sverrisson

Veldu þína dagskrá og vertu með í Fjörinu!


Hekla

Dagskrá Hekluhópsins er pökkuð af flottum fjöllum á borð við Hvalfell, Heiðarhorn og

Löðmund. Kvöldferðirnar koma líka sterkar inn en það er TVÆR HELGARFERÐIR eru líka innifaldar í dagskránni, þ.m.t. þátttökugjaldinu. Í haust förum við í helgarferð í Skagafjörð þar sem við göngum á Glóðafeyki og Mælifellshnúk og næsta sumar förum við í Kerlingarfjöll.

 

Skyggnir

Skyggnir er fjölbreytt og spennandi dagskrá og nú er hægt að bóka haustönnina staka með helgarferð.  Dagskráin hefst á fimmtudag og lýkur með jólaævintýri í desember en auk þess er helgarferð í Hólaskjól í september innifalin í þátttökugjaldinu!

 




Vatnaleiðin

Næstu helgi leggjum við land undir fót og göngum um Vatnaleiðina. Um þriggja daga ferð er að ræða og geta þátttakendur valið um að gista í skála eða tjaldi. LAUST VEGNA FORFALLA.

 







Rafhjólafjör

Nú er hægt að bóka haustönn Rafhjólafjörs staka en framundan eru fullt af spennandi ferðum! Í kvöld er óvissuferð og á næstunni er ferð um Krakatindsleið, Hítardal og Skarðsheiði svo eitthvað sé nefnt.

 

Lágafell

Lágafellshópur Fjallafjörs hentar í senn byrjendum og þeim sem vilja fara í styttri ferðir og gefa sér rúman tíma í að njóta þeirra.  Lítill stígandi er í dagskránni sem miðar að því að sem flest geti tekið þátt, sama hvort þau séu að stíga upp úr sófanum eftir allnokkra kyrrsetutíð eða vilja taka þátt í rólegum ferðum þar sem áherslan er á að njóta samveru og náttúru - sama hver ástæðan er. Skráning hefst síðar í vikunni - fylgist með!

 

Keilir

Örfá pláss eru eftir í Keilishópinn 2024-2025. 20 ferða dagskrá með helgarferð í Skaftártungu, spennandi dagsferðum og skemmtilegum kvöldferðum - í fáránlega góðum félagsskap!


 
 
 

Comments


Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

455705-removebg-preview.png

497-0090

1442912-removebg-preview.png

Hópar

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

circle_location-512-removebg-preview.png

Ásvellir 1, Grindavík

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page