

Langisjór 2025
Leiðsögn, farangursflutningur og hálendisrúta frá Hólaskjóli innifalið
Fjallafjör býður upp á einstaka ferð umhverfis Langasjó og á Sveinstind - sem er einn magnaðasti útsýnisstaður landsins. Ferðin verður dagana 23. - 25. júlí 2025. Fararstjórn, gisting, trúss og rúta innifalið. Þátttakendur fá einnig Fjallafjörsbuff og brúsa að gjöf.
Ferðadagar eru langir og gefandi en hækkun hófleg og leiðin ekki krefjandi.
Viltu bóka sérferð? Sendu okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is!
Verð: 84.900
Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!
Dagskrá ferðarinnar
Dagur 1
Tekið er á móti trússi milli 8 og 8:20 í Hádegismóum og lagt verður af stað á einkabílum þaðan klukkan 8:30. Ekið er í Hólaskjól með áningu á Hvolsvelli og í Vík. Áætlaður komutími í Hólaskjól er um klukkan 13:00 og þar verður boðið upp á stutta göngu að fallegum fossi. Klukkan 14:00 verður lagt af stað frá Hólaskjóli að Sveinstindi og gengið á þetta magnaða fjall með stórbrotnu útsýni. Þegar niður er komið er gengið í náttstað þar sem farangurinn bíður, settar upp tjaldbúðir og eldaður kvöldmatur en þátttakendur hafa aðgang að grilli.
Áætluð vegalengd: 7 km.
Áætluð hækkun: 500m.
dagur 2
Þátttakendur snæða morgunverð, taka niður tjaldbúðir og ganga frá farangri í morgunsárið. Brottför í göngu dagsins er klukkan 9:30.
Gengið verður vestan megin við endilangan Langasjó í náttstað sem er við norðausturhluta vatnsins. Við göngum meðfram Langasjó með útsýni yfir Fögrufjöll og eyjarnar og tindinn sem við trónuðum á kvöldið áður í baksýn.
Farangri er ekið að náttstað svo þátttakendur þurfa ekki að bera nema það sem nota þarf á göngu. Athygli er vakin á því að vatn er af skornum skammti á þessari leið og því þarf að huga vel að vatnsbúskap og hafa með sér 2 lítra af vökva.
Áætluð vegalengd: 24-26 km.
Áætluð hækkun: 500m.
dagur 3
Þátttakendur snæða morgunverð, taka niður tjaldbúðir og ganga frá farangri í morgunsárið. Brottför í göngu dagsins er klukkan 9:00.
Umhverfið þennan dag er mjög ólíkt því sem við göngum um fyrri daginn þegar við göngum um Fögrufjöll að Fagralóni. Vaða þarf á leiðinni svo gott er að hafa vaðskó og lítið handklæði meðferðis.
Áætluð vegalengd: 24-26 km.
Áætluð hækkun: 5-600 m.
Ferðalok
Áætlað er að göngunni ljúki við upphafsstað um klukkan 18:00 þar sem rúta bíður hópsins og flytur í Hólaskjól. Þar endar ferðin formlega og fararstjórn kveður þátttakendur.
Við bendum þátttakendum sem vilja slaka á eftir ferðina í stað þess að bruna til byggða á að hægt er að bóka tjaldsvæði, skálagistingu og smáhýsi hjá staðarhöldurum í Hólaskjóli, þar er lítil sjoppa og sturtur sem hægt er að nota gegn vægu gjaldi. Nánar á www.holaskjol.com
Frávik
Í langri ferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar. Því ber að líta á tímasetningar sem viðmið.
Undirbúningsfundur
Undirbúningsfundur fyrir þátttakendur er haldinn um viku fyrir brottför. Dagsetning auglýst síðar.