top of page
Hekla-2425.jpeg

VERTU MEÐ Í FJÖRINU!

Byrjendur og lengra komnir finna skemmtilegar dagskrár við sitt hæfi hjá Fjallafjöri.  Í ferðunum er lögð áhersla á öryggi, samheldni og gleði enda sameiginlegt markmið allra ferðafélaga að njóta samverunnar í náttúrunni.  Hóparnir eru lokaðir og er þátttökufjöldi í hverjum þeirra takmarkaður.

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

NÆST Á DAGSKRÁ

"Ég hef verið þátttakandi í gönguhópum Fjallafjörs frá upphafi. Ferðirnar hafa staðist allar mínar væntingar og gott betur. Guðmundur og hinir fararstjórarnir eru þrautreynd og þekkja gönguleiðir á alls kyns stöðum sem maður hafði ekki hugmynd um að væru til. Maður uppgötvar Ísland upp á nýtt með Fjallafjöri. Öryggið er alltaf í fyrsta sæti og ég hef aldrei upplifað mig óöruggan í ferð."

- Ásbjörn Jónasson

"Ég var í gönguhópnum Lágafell með þann tilgang að reyna að koma mér af stað í göngur. Hópurinn var frábær, mikil samstaða og gleði og fararstjórar voru eins og hluti af hópnum. Fékk útrás fyrir hreyfingu, fékk fræðslu um útbúnað, umhverfi, jarðfræði og meira að segja sagnfræði og draugasögur. Í kaupbæti var boðið uppá húmor, hlátur og gleði. Takk fyrir mig, þið fáið mín bestu meðmæli."

- Helga Helgadóttir

"Fjallajör er það besta sem ég hef ratað inní. Feimna ég kom ein og óstudd inn og var í upphafi eins og ein af hópnum. Fagfólk sem hugsar mjög vel um samferðafólk sitt bæði í orðum og gjörðum.
Gleði og glens einkenna ferðirnar og alltaf allir kátir og til í allt.

Ég hætti aldrei."

- Snjólaug Óskarsdóttir

FÓLKIÐ OKKAR

Við erum ákaflega stolt af fólkinu sem leiðir ferðir Fjallafjörs. Við fögnum fjölbreytni í hvívetna og er fararstjórateymið okkar þar ekki undanskilið.  Í fararstjórateyminu er fólk sem býr yfir fjölbreyttum kostum og reynslu.  Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að kynna þér okkar frábæra fararstjórateymi!

  • Facebook
  • Instagram

Við vinnum að markmiðum okkar með

Kolviður carbon fund
Contact

Um Fjallafjör

Byrjendur og lengra komnir finna skemmtilegar dagskrár við sitt hæfi hjá Fjallafjöri.  Í ferðunum er lögð áhersla á öryggi, samheldni og gleði enda sameiginlegt markmið allra ferðafélaga að njóta samverunnar í náttúrunni.  Hóparnir eru lokaðir og er þátttökufjöldi í hverjum þeirra takmarkaður. Allajafna sameinast hópar í bíla en í einhverjum ferðum er ferðast í rútu og er rútukostnaður innifalinn í þátttökugjöldum nema annað sé sérstaklega tekið fram.​ Fjölbreyttar fjallgöngur eru í boði í skemmtilegum dagskrám og áhugasamir um útivist og frábæran félagsskap eru hvattir til að skoða hvað hentar og heillar og skrá sig á póstlistann til þess að fá fréttir af Fjörinu!

559089_074b9a5f76b14fb5bc406960284da5d2~mv2.jpg
2e8c34_b5b3bb577d764eb89f1b03aac5dfb7ea~mv2.jpg
559089_ad5f15c107b248a8bb859eb4767f27c0~mv2 (1).jpg
2e8c34_494fee62676a49c0b5d7ddfc3607fb2e~mv2.jpg

Hafðu samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
455705-removebg-preview.png

497-0090

circle_location-512-removebg-preview.png

​Ásvellir 1, Grindavík

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page