Fjölskyldufjör
Fjölskyldufjör Fjallafjörs er vettvangur fyrir fjölskyldur af öllum gerðum, stærðum og samsetningum til að fara út að leika saman í náttúrunni. Fjallafjör býður fjölskyldum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir hagkvæmt verð. Þátttökugjald er einungis 12.900 krónur fyrir hverja 12 mánuði og gildir fyrir alla fjölskylduna óháð barnafjölda - amma og afi eru velkomin líka. Hægt er að hefja áskrift hvenær sem er, svo fremi sem það sé laust pláss.
Út að leika!
Almenn dagskrá Fjölskyldufjörs Fjallafjörs er fjölbreytt og tekur mið af árstíðum og veðurfari hverju sinni. Ferðirnar hefjast allajafna klukkan 11:00 og eru á bilinu 2-3 klukkustundir nema annað sé tekið fram. Meðal þess sem boðið er uppá eru skógarferðir, ratleikir, ævintýraferðir, hjólaferðir, berjaferðir, einfaldar fjallgöngur, leikjaferðir, ýmsir könnunarleiðangrar og ekki má gleyma skemmtilegu jólaævintýri! Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum og eru á ábyrgð forráðamanna.Skoðaðu dagskrána hér á síðunni og skráðu fjölskylduna til leiks strax í dag - árgjald fyrir hverja kjarnafjölskyldu eru 12.900 krónur og endurnýjast árlega. Fjallafjör býður einnig upp á dagsferðir og lengri ferðir fyrir fjölskyldur sem ekki eru innifaldar í almennri dagskrá. Fylgstu með á www.fjolskyldufjor.is!
Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.
Undirbúningsfundur
Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.
Facebookhópur
Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.
afslættir
Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.