

Fimmvörðuháls 2025
Rúta, leiðsögn, tjaldsvæði, farangursflutningur og grillveisla!
Fjallafjör býður upp á ferð yfir Fimmvörðuháls dagana 5. - 6. júlí 2025.
Það er ekki að ástæðulausu að Fimmvörðuháls, ásamt Laugavegi, hefur ítrekað verið valinn einn af 10 bestu gönguleiðum heims, m.a. af tímaritinu National Geographic. Iðagrænar brekkur, ótal fossar, eldfjöll, útsýni yfir Fjallabak, Tindfjöll, hafið og Þórsmörkina - allt á meðan gengið er á milli jökla!
Viltu bóka sérferð? Sendu okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is!
Verð: 49.900
Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!
Dagskrá ferðarinnar
Mikið innifalið!
Í þessari ferð er gengið yfir Fimmvörðuháls á einum degi og gist í Básum. Þetta er ferð þar sem mikið er innifalið, þ.m.t.:
-Örugg leiðsögn
-Rúta fram og til baka frá Reykjavík
-Trúss (farangursflutningur)
-Tjaldsvæði
-Grillveisla
-Fjallafjörsbuff og Fjallafjörsbrúsi
Dagur 1
Tekið er á móti trússi milli 6:30 og 6:50 á BSÍ.
Lagt verður af stað í rútu þaðan klukkan 7:00. Ekið er að Skógum þar sem gangan hefst. Áætlaður komutími í Skógum er um klukkan 9:45 og hefst gangan klukkan 10:00. Gengið verður upp Skógaheiði, yfir göngubrú, að Baldvinsskála, upp á Magna og/eða Móða, niður Bröttufönn, yfir Heljarkamb, út Morinsheiði að Heiðarhorni þar sem við njótum stórbrotins útsýnis. Þá er gengið niður Foldir, í Strákagil þar sem tekið verður á móti hópnum. Slegið verður upp tjaldbúðum, grillað og sungið þar til svefnhöfginn tekur völd.
Áætluð vegalengd: 26 km.
Áætluð hækkun: 1200m.
dagur 2
Þátttakendur snæða morgunverð, taka niður tjaldbúðir og ganga frá farangri í morgunsárið. Brottför í göngu dagsins er klukkan 11:00 þegar gengin verður stutt og þægileg ganga í Fjósafuð að skemmtilegum helli. Eftir ferðina geta þátttakendur farið á Bólhöfuð og sameinast svo í stuttri lokasamveru áður en farið er með rútu til baka til Reykjavíkur.
Áætluð vegalengd: 2-3 km.
Áætluð hækkun: óveruleg.
Skáli
Við bendum þátttakendum sem vilja bæta við skálagistingu að hafa samband við Ferðafélagið Útivist.
Frávik
Í langri ferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar. Því ber að líta á tímasetningar sem viðmið.
Undirbúningsfundur
Undirbúningsfundur fyrir þátttakendur er haldinn um viku fyrir brottför. Dagsetning auglýst síðar.