top of page
IMG_3063_edited.png

Þjálfun fararstjóra

Fjallafjör býður fararstjórum sínum upp á yfirgripsmikla þjálfun í fimm skrefum, þ.e. fararstjórn 1-3, skyndihjálp og rötun. Að þjálfun lokinni fá fararstjórar viðeigandi merkingu í umfjöllun sína á vefsíðu Fjallafjörs sem gildir í 24 mánuði eftir að þjálfun lýkur.

Að auki eru merkingar fyrir fararstjóra sem lokið hafa þjálfun skv. AIMG, þ.e. jöklaleiðsögn 1-3 og fjallaleiðsögn 1-2.

​Hér er þjálfuninni gerð stutt skil.

Þjálfunarmerki Fararstjórn 1

Fararstjórn 1

Fararstjóri hefur lokið námskeiðinu "Fararstjórn 1" og hlotið þjálfun í undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd ferða Fjallafjörs auk þjálfunar í stjórnun á vettvangi slysa. Ennfremur kynnt sér gæðahandbók, verkferla, siðareglur, gátlista og viðbragðsáætlanir Fjallafjörs og sýnt fram á yfirgripsmikla þekkingu á efnistökum námskeiðisins.

Þjálfunarmerki Fararstjórn 2

Fararstjórn 2

Fararstjóri hefur lokið námskeiðinu "Fararstjórn 2" og hlotið þjálfun í hópstjórn, framsögu og leiðtogaþjálfun og sýnt fram á yfirgripsmikla þekkingu á efnistökum námskeiðisins.

Þjálfunarmerki Fararstjórn 3

Fararstjórn 3

Fararstjóri hefur lokið námskeiðinu "Fararstjórn 3" og hlotið þjálfun í aðstoð í brattlendi, hættumat umhverfis, grunn línuvinnu, uppsetningu trygginga, sig, júmm broddatækni og sprungubjörgun og sýnt fram á yfirgripsmikla þekkingu á efnistökum námskeiðisins.

Þjálfunarmerki Rötun

Rötun

Fararstjóri hefur lokið námskeiðinu "Rötun" og hlotið þjálfun í kortalestri, notkun áttavita, gps tækja og kynnt sér undirstöðuatriði í rötun og gps tækni og sýnt fram á yfirgripsmikla þekkingu á efnistökum námskeiðisins.

Þjálfunarmerki skyndihjálp

Skyndihjálp

Fararstjóri hefur lokið námskeiðinu "Skyndihjálp í óbyggðum" og hlotið þjálfun í almennri skyndihjálp sem og sérhæfðri skyndihjálp og viðbrögð við óhöppum í óbyggðum og sýnt fram á yfirgripsmikla þekkingu á efnistökum námskeiðisins.

Þjálfunarmerki Jöklaleiðsögn 1

Jökla 1

Fararstjóri hefur lokið námskeiðinu "Jöklaleiðsögn 1" á vegum AIMG (Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi) og sýnt fram á þjálfun sína með skírteini útgefnu af AIMG.​Nánari upplýsingar hér: http://aimg.is/glacier1/

Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

455705-removebg-preview.png

497-0090

1442912-removebg-preview.png

Hópar

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

circle_location-512-removebg-preview.png

Ásvellir 1, Grindavík

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page